Vörulýsing
Allt skart er úr handgerðu víravirki, silfur.
Stór og góður búningur sem hefur verið mjög lítið notaður. Skart og flíkur eins og nýjar.
Eigandi er einnig til í að selja stakar flíkur / skart.
- Upphlutur
- Handgert millusett úr víravirki með 8 millum – Ástand: Mjög gott!
- Stærð á millum er: 4,44cm á lengd (með auga) og 3,3 cm á breidd/hæð
- Handgert borðapar – Ástand: Mjög gott!
- Stærri rós: 3,7 cm þvermál
- Minni rós: 3 cm þvermál
- Lengd: 13,9 cm og breidd 6 cm
- Stærð upphluts: ca 46-48/ XXL. Í mjög góðu standi
- Mitti: 104 cm
- Yfir brjóst: 120 cm
- Festur við pils með rennilás
- Handgert millusett úr víravirki með 8 millum – Ástand: Mjög gott!
- Pils í mjög góðu standi
- Mitti 104 cm
- Sídd 100 cm
- Skyrta og svunta, nútímalegu útliti og efni. Ástand gott, mætti hreinsa
- Ermalengd skyrtu 60 cm
- Mitti á svuntu er 108 cm og sídd er 82 cm
- Skotthúfa með skúf og skúfhólki. Ástand mjög gott.
- Þvermál skotthúfu: 22 cm
- Skúfhólkur, handgrafinn: 5,87 cm á lengd og 1,3-2 cm á breidd
- Skúfur: 35 cm
- Beltispar og 7 stk doppur: Ástand mjög gott.
- Skildir 5,33 cm þvermál
- Lengd pars 15,5 cm
- Stimpill á beltispari: S.M. (Steindór Marteinsson, f. 1923 – d. 1996) og 925S
- Doppur: 7 stk, 2 eru með aðeins öðruvísi mynstri.
- Stærð á doppum: 4,5 cm lengd og 3,5 cm breidd
- Húfuprjónar. Ástand gott, mætti hreinsa.
- Stærð: Prjónnar 4,3 cm lengd, keðja 4,1 cm, lauf 2 cm lengd
- Stimpill J.B.J. (Jón Björnsson, f. 1918 – d. 1981)
- Næla, ástand mjög gott.
- Stærð: 5,45 cm þvermál og 3,4 cm þykkt
- Stimpill: J og 925S.
Það má einnig senda tilboð á viravirki[@]viravirki.is