Algengar spurningar

Hér birtast helstu spurningar og svör sem okkur berast varðandi víravirki.is. Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni er velkomið að senda línu á viravirki@viravirki.is


Get ég borgað með korti?

Já, hægt er að greiða með korti, hvort sem það er debetkort eða kreditkort. Einnig er hægt að millifæra í banka eða greiða á staðnum í posa eða með seðlum.

Hvað þýðir yfirstrikuð upphæð?

Þegar um notað skart eða flíkur er að ræða eru tilgreind tvö verð. Yfirstrikað verð gefur til kynna verðmæti á nýju og ónotuðu skarti með virðisaukaskatti. Birt söluverð er byggt á verðmati og það sem seljandi óskar eftir. Oftar en ekki er hægt að gera tilboð eða fylgjast með uppboðum sem fara fram öðru hvoru á síðunni.

Best er að fylgjast vel með eða skrá sig á póstlistann fyrir nýjustu upplýsingar hverju sinni.

Hver er þóknun vegna umboðssölu?

Víravirki.is tekur 20% sölulaun eða lágmark 5.000 kr. per sölu (hvort sem er einn hlutur eða fleiri). Þessi gjöld eru til að standa straum af þeirri vinnu sem fylgir umboðssölu ásamt rekstri síðunnar, t.d. að setja vörur á síðuna, mynda þær, skrásetja upplýsingar, hýsingu ofl.. Þóknun ber 24% virðisaukaskatt og er innifalin í verðunum á vefnum.

Skilmálar umboðssölu.

Ertu með uppboð eða sérstök tilboð?

Í einhverjum tilvikum leita seljendur eftir hæsta boði hverju sinni. Slíkir munir fara á uppboð eða sérstök tilboð. Getur það bæði átt við um staka hluti sem og heil sett.

Skilmálar uppboða.

Býður þú upp á sendingar út á land eða erlendis?

Já, hægt er að senda hvert sem er. Viðtakandi greiðir sendingarkostnað.

Get ég fengið skart sem mig vantar á móti því sem ég á en þarfnast ekki?

Þar sem markmiðið okkar er að koma munum í notkun er vel hægt að skoða þann valmöguleika með seljanda, hvort sem um beina sölu er að ræða eða umboðssölu. Er það samkomulagsatriði hverju sinni.