Umhirða þjóðbúninga og skarts

Þjóðbúningar og tilheyrandi skart eru miklar gersemar sem haldast í góðu standi ef þær eru geymdar með réttum hætti.

Mælt er með að allt silfurskart sé geymt í loftþéttum umbúðum, t.d. er hægt að vefja skartinu í sýrufrían silkipappír og inn í rennilása poka (e. Zip lock). Þannig er súrefni útilokað frá skartinu og minnkar líkur á að falli á silfrið og/eða gyllinguna sem um ræðir.

Með upphlut er gott að setja sýrufrían pappír á milli og ef hægt er að geyma í loftþéttum umbúðum.

Pils og svuntur er best að geyma á herðatré með krókum eða klemmum. Þannig er hægt að hengja pilsið upp á böndum eða klemmum svo það haldist slétt og fínt og myndi ekki auka brot og hægt að komast hjá að pressa pilsið í hvert skipti sem það er notað.