Um okkur

Velkomin á víravirki.is

Eva Michelsen heiti ég og stofnaði síðuna víravirki.is.

Forsaga síðunnar er sú að í ársbyrjun 2018 fékk ég að gjöf námskeið í þjóðbúningasaum. Ég valdi mér 20.aldar upphlut með tilheyrandi þjóðbúningasilfri. Ég var ekki tilbúin að leggja út fyrir nýju silfri en vildi þó nálgast gamalt og gefa því nýtt líf. Það var lítið að finna á leitarvélum og þurfti ég að leita til ýmissa fróðra aðila til að fá upplýsingar um hverjir það eru sem bjóða þjóðbuningasilfur, hvort sem það er nýtt (handgert eða steypt) eða gamalt og í umboðssölu.

Eftir því sem ég kláraði búninginn og hef komist meira inn í þjóðbúningasamfélagið uppgötvaði ég að það þarf meira umtal um menningar arf  og verðmæti þjóðbúninga og skartið sem þeim tilheyrir . Það liggur alltof mikið af gömlum þjóðbúningum, aukahlutum og þjóðbúningasilfri í skúffum og  skúmaskotum sem gerir engum gagn.

Markmið þessarar síðu er að miðla áfram fróðleik um íslenskt þjóðbúningasilfur og koma því í notkun með því að kaupa og selja eða bjóða umboðssölu.

Síða þessi er unnin af hreinum áhuga á þjóðbúningasilfri og þjóðbúningum almennt og því er þóknun vegna umboðssölu stillt í hóf og ætlað að standa undir rekstri síðunnar og þeirri vinnu sem fylgir að taka myndir, skrásetja og fleira. Á síðunni ættuð þið að finna upplýsingar á borð við:

  • Saga víravirkis á Íslandi
  • Lista yfir skart sem ég hef í umboðssölu og beinni sölu.
  • Gull- og silfursmiðir sem sérhæfa sig í þjóðbúningaskarti.
  • Einstaklingar og fyrirtæki með umboðssölu fyrir þjóðbúningaskart.
  • Upplýsingar um námskeið í þjóðbúningasaum og gerð víravirkis.

Síðan er í stöðugri þróun og velkomið að senda ábendingar á viravirki[@]viravirki.is


576
hlutir komnir í umferð
670
fylgjendur á Facebook
391
fylgjendur á Instagram