Gagnlegar upplýsingar

Helstu spurningar og svör sem okkur berast varðandi víravirki.is. Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni er velkomið að senda línu á viravirki [@]viravirki.is


Hvað kostar þjóðbúningur og þjóðbúningaskart?

Kostnaður á þjóðbúningum og skarti er nokkuð fjölbreyttur og getur hlaupið frá um 350.000 - 3.000.000 kr. Eftir því hvernig þjóðbúning er um að ræða, hvort sé verið að kaupa notað eða nýtt, sauma sér og kaupa notað eða nýtt skart osfrv.

Það eru nokkrir hlutir sem vert er að hafa í huga þegar verið er að skoða kostnað við þjóðbúningagerð og tilheyrandi skart:

 1. Tegund þjóðbúnings. Peysuföt og 19.aldar upphlutur eru með nokkuð minna af skarti en aðrir búningar svo kostnaðurinn liggur meir í efni og vinnu. Faldbúningur, skautbúningur og kyrtill eru oftast með mikilli balderíngu sem krefst mikillar þolinmæði og vinnu og oft eru stokkabelti með þeim síðastnefndu. Þau geta ný verið frá 2-2,3 milljónir. Fer eftir hvort um silfur eða gyllingu er að ræða og hversu margir stokkar.
 2. Tegund silfurs: Nýtt eða notað, silfur eða gyllt, handgert eða steypt. Dæmi eru um að nýtt heilt sett af steyptu silfri fyrir upphlut kosti um 250.000-300.000kr en handgert kostar á bilinu 800.000-1.000.000. Eftir því hvort er um að ræða gull eða silfur. Almennt er talað um að notað silfurskart seljist á u.þ.b. hálfvirði en það fer svolítið eftir ástandi og óskum seljanda hverju sinni.
 3. Efniskostnaður: Efnisval getur verið mismunandi eftir tegund búnings og getur líka munað um stærð viðkomandi hvort þurfi meira eða minna af efni hverju sinni.
 4. Námskeiðskostnaður: Almennt mælum við með að fara á námskeið. Kostnaður gæti virkað hár í fyrstu en um er að ræða klæðskerasniðin þjóðbúning sem saumaður er undir handleiðslu þaulreyndar klæðskerameistara sem tryggja að búningurinn smellpassi.
Hvar get ég keypt þjóðbúningaskart og þjóðbúninga?

Handgert víravirki og sérpantanir

Steypt þjóðbúningaskart

 • Annríki - Ásmundur Kristjánsson Gullsmiður (Höfuðborgarsvæðið)
 • Elín Guðbjartsdóttir Gullsmiður - (Höfuðborgarsvæðið) - Steypt víravirki
 • Gullkistan - Dóra G. Jónsdóttir Gullsmiður (Höfuðborgarsvæðið)
 • Gullsmiður Eyjólfur Kúld - Eyjólfur (Höfuðborgarsvæðið)
 • GÞ skartgripir og úr - Ólafur G. Jósefsson Gullsmiður
 • Nonni Gull - Jón Halldór Bjarnason Gullsmiður (Höfuðborgarsvæðið)
 • Smiðsbúð - Helga Ósk Einarsdóttir Gullsmiður (Höfuðborgarsvæðið) - steypt víravirki

Þjóðbúningaskart í umboðssölu og uppboðum

 • Annríki - þjóðbúningar og skart - Ásmundur Kristjánsson og Guðrún Hildur Rosenkjær (Höfuðborgarsvæðið)
 • Gallerí Fold - Þjóðbúningaskart kemur einstaka sinnum á uppboð (Höfuðborgarsvæðið)
 • Víravirki.is - Eva Michelsen (Höfuðborgarsvæðið - sendir um allan heim)
 • Þjóðbúningastofan 7. í höggi - Oddný Kristjánsdóttir (Höfuðborgarsvæðið)

Þjóðbúningar - nýjir, notaðir og til leigu

Hvar kemst ég á námskeið tengd þjóðbúningum og skarti?

Eftirfarandi aðilar bjóða námskeið í þjóðbúningagerð:

Eftirfarandi aðilar bjóða námskeið í silfursmíði og víravirkisgerð

Hvar get ég keypt þjóðbúning?

Eftirfarandi aðilar sérsauma þjóðbúninga og/eða bjóða notaða þjóðbúninga í umboðssölu:

 • Annríki - Þjóðbúningar og skart - Guðrún Hildur Rosenkjær (einnig með umboðssölu)
 • Jófríður Benediktsdóttir - Kjóla- og klæðskerameistari
 • Þjóðbúningastofunni 7íHöggi - Oddný Kristjánsdóttir  (einnig með umboðssölu)
Hvar get ég lagað/pússað/gyllt gamalt silfur?

Almennt ættu flestir Gull- og silfursmiðir að geta lagfært, pússað og gyllt þjóðbúningasilfur.

Við mælum með að leita til þeirra Gull- og silfursmiða sem sérhæfa sig í þeirri gerð silfurs sem á við hverju sinni. Hér er smá listi yfir nokkra gull- og silfursmiði sem hafa unnið mikið með þjóðbúningasilfur og víravirki. Athugið að listinn er ekki tæmandi:

Hvernig er best að geyma skartið og þjóðbúninginn?

Æskilegast er að geyma skartið í loftþéttum umbúðum og/eða með sýrufríum silkipappír. Nánari upplýsingar eru undir umhirða þjóðbúninga og skarts.

Hvar get ég aflað mér upplýsinga um Íslenska þjóðbúninginn, íslenskt víravirki, sögu þeirra og hefðir?

Það má finna ýmislegt á veraldarvefnum um íslenska þjóðbúninginn og hér er listi með tenglum á nokkrar gagnlegar síður.

Áhugaverðar bækur, ritgerðir og önnur rit um þjóðbúninga og menningararf Íslendinga:

Hvar finn ég aðra áhugasama einstaklinga um þjóðbúninga og þjóðbúningaskart?

Eftirfarandi síður og grúbbur eru að finna á Facebook:

Hvar get skartað þjóðbúningnum mínum og tekið þátt í þjóðbúningatengdum viðburðum?

Við hvetjum alla eigendur þjóðbúninga til að nýta hvert tækifæri til að vera í búningunum sínum, t.d. páskar, fermingar, brúðkaup, 17.júní, jól, áramót og önnur tilefni. Um er ræða afskaplega fallega og klæðilega flík sem hentar við öll hátíðleg tækifæri. Annars er hér listi yfir nokkra daga og viðburði í tengslum við Íslenska þjóðbúninginn:

 • Mars - Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands
 • 17. júní - Þjóðhátíðardagur Íslendinga
 • Júní/júlí - Skottúhfan í Stykkishólmi, kringum mánaðarmótin
 • 1. desember - Fullveldisdagurinn
 • 24.desember - Aðfangadagur
 • 31. desember - Gamlársdagur
 • Skírn
 • Ferming
 • Brúðkaup
Hvaða skart þarf ég fyrir íslenska þjóðbúninginn?

Skartið fer svolítið eftir því hvaða tegund af búning þú ert að gera. Annríki - Þjóðbúningar og skart hafa tekið saman miklar upplýsingar um íslenska þjóðbúninginn sem má nálgast hér.

Eftirfarandi listi er unnin upp úr heimildum frá Annríki:

 1. Upphlutur, 19. aldar
  • Millur, 8-12 stk með reim og nál
  • Brjóstnæla
  • Skúfhólkur úr vírborða eða silfri
  • Svuntuhnappar /svuntupar
 2. Upphlutur, 20.aldar
  • Millur, 8-12 stk með reim og nál
  • Borðapar/ borðarósir eða balderaðir silfurborðar
  • Stokkabelti eða flauelsbelti með beltispari og doppum
  • Brjóstnæla
  • Skúfhólkur
  • Ermahnappar
  • Húfuprjónar
  • Svuntuhnappar /svuntupar
  • Armband (valkvætt)
  • Hálsmen (valkvætt)
  • Eyrnalokkar (valkvætt)
 3. Peysuföt, 19.aldar
  • Brjóstnæla
  • Svuntuhnappar /svuntupar
  • Skúfhólkur
 4. Peysuföt, 20.aldar
  • Brjóstnæla
  • Svuntuhnappar /svuntupar
  • Skúfhólkur
 5. Faldbúningur, 18.aldar
  • Millur, 8-14 stk (eftir stærð og gerð, oftast 10-12 stk)
  • Hlað, höfuðskraut við krókfald - litlir stokkar
  • Faldprjónar
  • Brjóstnæla
  • Stokkabelti eða sprotabelti
  • Festi um háls (valkvætt), t.d. kúla
  • Svuntuhnappar /svuntupar
  • Ermahnappar
 6. Faldbúningur, 19.aldar
  • Millur, 8-14 stk (eftir stærð og gerð, oftast 10-12 stk)
  • Hlað, höfuðskraut við krókfald - litlir stokkar
  • Faldprjónar
  • Brjóstnæla
  • Stokkabelti eða sprotabelti
  • Festi um háls (valkvætt), t.d. kúla
  • Svuntuhnappar /svuntupar
  • Ermahnappar
 7. Skautbúningur
  • Spöng, koffur eða stjörnuband
  • Stokkabelti
  • Brjóstnæla
 8. Herrabúningur
  • 18 tölur fyrir vestið
  • 24 hnappar fyrir treyjuna
  • 8 tölur fyrir buxurnar
 9. Barnabúningur, telpna
  • Millur, 8-10 stk
  • Skúfhólkur
  • Flauelsbelti með beltispari og doppum (á við 20.aldar upphlut)
 10. Barnabúningur, drengja
  • 18 tölur á vestið
  • 24 tölur á treyjuna
  • 8 tölur á buxurnar
Hvar finn ég snið að þjóðbúning og upplýsingar ef ég vil sauma á eigin vegum?

Upplýsingar um þjóðbúningasaum hafa alla jafna gengið milli manna og kynslóða. Ýmis lærðu konur af öðrum heimiliskonum, ferðuðust milli bæja og lærðu hjá öðrum og þannig fluttist þekking og reynsla milli heimila og kynslóða. Í dag er hægt að sækja námskeið hjá Annaríki - Þjóðbúningar og skart, Heimilisiðnaðarfélaginu og öðrum fagaðilum til að fá leiðsögn fagaðila. Einnig er hægt að leita til fagaðila til að láta sníða fyrir sig.

Fyrir þá sem vilja spreyta sig sjálfir, þá eru til gömul rit og bækur en þau geta stundum verið illfáanleg. Meðfylgandi eru hlekkir á gögn sem eru aðgengileg í dag: