Skilmálar

Pantanir
Viravirki.is sendir staðfestingu í tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist.

Verð
Vörur í umboðssölu bera ekki virðisaukaskatt en sölulaun af umboðssölu bera 24% virðisaukaskatt. Söluþóknun vegna umboðssölu er innifalin í auglýstu verði.

Verð á vörum er alltaf staðgreiðsluverð með öllum gjöldum nema annað sé tekið fram. Viravirki.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Viravirki.is áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

Greiðslumáti
Hægt er að greiða með eftirfarandi leiðum:

  • Kredit- og debet kortum gegnum vefgátt MyPos
  • Millifærslum í banka
  • Kredit- og debetkortum í posa þegar sótt er
  • Seðlum
  • Gjafakortum frá viravirki.is

Pöntun er samþykkt þegar greiðsla er frágengin. Ef ekki er greitt innan 24 klst telst pöntunin ógild.

Gjafakort 

Gjafakort viravirki.is er hægt að nýta upp í greiðslur á öllum vörum í sölu hjá viravirki.is en athugið að gjafakortin er ekki hægt að nota í vefverslun.

Smellið hér til að virkja gjafakort. Athugið að gefa þarf upp gsm númer til að virkja kortið.

Smellið hér til að skoða stöðu á gjafakorti.

Sendingarkostnaður
Kaupandi greiðir allan sendingarkostnað nema um annað sé samið.

Afgreiðslutími er 2-5 virkir dagar innanlands eftir að greiðsla hefur borist.

Hægt er að sækja til okkar á Nýbýlaveg 8, 3.hæð, 200 Kópavogur, samkvæmt samkomulagi.

Skilaréttur
Um er að ræða notað skart og flíkur og hvetjum við kaupendur til að lesa vel vörulýsingu sem og að skoða vel fyrir kaup.

Öll sala í umboðssölu er endanleg nema um leyndan galla sé að ræða.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.

Ef vara skemmist í sendingu þá vinsamlegast geymið pakkningarnar og hafið strax samband á viravirki[@]viravirki.is eða í síma 792 1930

Birt með fyrirvara um breytingar og prentvillur.