Umboðssala

Markmið Víravirki.is er að miðla fróðleik um þjóðbúningasilfur og koma gömlum munum í notkun. Við kaupum og seljum skart ásamt því að taka skart í umboðssölu.

Silfrið má vera í hvaða ástandi sem er og miðast endursöluverð við ástand silfursins hverju sinni. Einnig getum við aðstoðað með að finna þjóðbúningasilfur, koma því í hreinsun eða viðgerð og fleira sem gæti komið til.

Víravirki.is tekur 20% sölulaun eða lágmark 5.000 kr. per sölu (hvort sem er einn hlutur eða fleiri). Þessi gjöld eru til að standa straum af þeirri vinnu sem fylgir umboðssölunni t.d.  verðmat,  rekstur síðunnar, mynda skart og setja á síðuna, , skrásetja upplýsingar, hýsing. færslugjöld með kortagreiðslum ofl.

Innifalið í sölulaunum er verðmat að andvirði 5.000 kr. Ef fengið er verðmat án þess að nýta umboðssöluvef viravirki.is ber að greiða fyrir verðmatið. 

Ferlið fyrir umboðssölu /uppboð

  1. Skart verðmetið af gullsmið með sérhæfingu í þjóðbúningaskarti. Lista yfir gullsmiði má finna undir Gagnlegar upplýsingar. Viravirki.is getur einnig aðstoðað við ferlið í samvinnu við gullsmiði og kjólameistara með sérhæfingu í þjóðbúningaskarti og þjóðbúningagerð.
  2. Seljandi skarts ákveður ásættanlegt verð út frá verðmati.
  3. Seljandi skarts velur söluleið, hefðbundin umboðssala eða uppboð*.
  4. Viravirki.is myndar, mælir, skráir og auglýsir skartið.
  5. Viravirki.is sér um öll samskipti við kaupanda. Þegar kaupandi hefur greitt fyrir og fengið skartið afhent sér viravirki.is um að greiða fyrrum eiganda sinn hlut að frádregnum 20% sölulaunum.

*Á uppboðum viravirki.is er sett inn lágmarksverð sem tryggir að seljandi fái viðunandi verð. Náist ekki lágmarksupphæð telst skartið óselt.

Birt með fyrirvara um breytingar og prentvillur.