Víravirki.is býður einnig upp á að setja vörur á uppboð. Hvort sem um stakan hlut er að ræða eða heilt sett. Á uppboðum er hægt að stilla lágmarks verð vöru svo ef ekki fæst viðunandi verð á uppboði telst skartið óselt.
Uppboðsskilmálar fyrir viravirki.is:
Skartið er selt í því ástandi sem það er þegar það er slegið hæstbjóðanda (hamarshögg).
Kaupandi hefur möguleika á að kynna sér ástand skartsins hjá viravirki.is. áður en boðið er í það. Gallar sem kunna að vera á seldu skarti eru því kaupanda kunnir við kaupin og hvorki á ábyrgð viravirki.is né seljanda.
Vinsamlegast athugið að í flestum tilvikum er um að ræða gamalt og notað skart. Á því geta verið gallar. Mælt er með að aldrei sé keypt skart á uppboði án þess að skoða það áður eða fá umsögn hjá viravirki.is
Komi upp efasemdir um hver hafi átt hæsta boð þegar skart er slegið, eða fleiri en einn reynast með hæsta boð, ákveður uppboðshaldari hvort viðkomandi skart verður boðið upp á ný.
Hluti af kaupverði er 20% uppboðsgjald, sem ber 24% virðisaukaskatt.
Skartið sem er boðið upp á vefuppboði hjá viravirki.is selst við hamarshögg. Með því að senda inn boð í skartið samþykkir þú ofangreinda skilmála vefuppboða viravirki.is. Boðshafi skuldbindur sig án nokkurra undantekninga að standa við boðið.
Hæstbjóðandi hvers boðs skal ganga frá greiðslu innan tveggja daga frá uppboðsdegi. Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt skart, eða semji um greiðsluna, áskilur viravirki.is sér rétt til innheimtu skuldarinnar.
Allt skart er selt í því ástandi sem það er og án ábyrgðar enda hefur boðshafi möguleika á að skoða skartið fyrir uppboð. Allt skart er til afhendingar samkvæmt samkomulagi.
Viravirki.is áskilur sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs sé það talið nauðsynlegt af óviðráðanlegum aðstæðum.
Víravirki.is er áhugavefur um þjóðbúningaskart og markmið vefsins er að koma notuðu þjóðbúningasilfri í notkun og eru sölulaun til standa straum af rekstri og umsjón síðunnar ásamt vinnu við að kynna og selja þjóðbúninaskart sem er í boði hverju sinni.
Birt með fyrirvara um breytingar og prentvillur.